Hét tryggð við Ríki íslams

Lögreglumenn rannsaka bifreiðina sem hjónin voru í þegar þau voru …
Lögreglumenn rannsaka bifreiðina sem hjónin voru í þegar þau voru skotin til bana. Talið er að þau hafi flúið vettvang árásarinnar í henni. AFP

Kona sem er grunuð um að hafa tekið þátt í skotárás í Kaliforníu á miðvikudaginn hét tryggð við leiðtoga Ríkis íslams í Facebook hóp. Bandarískir miðlar greina frá þessu.

Í frétt New York Times er vitnað í ónefndan embættismann sem segir ekkert benda til þess að liðsmenn Ríkis íslams hafi fyrirskipað árásina á miðvikudaginn þar sem 14 létu lífið og 21 særðist.

„Á þessum tímapunkti höldum við að þau hafi aðeins verið undir áhrifum frá hópnum heldur en að Ríki íslams hafi fyrirskipað árásirnar,“ segir embættismaðurinn.

Fyrrnefnd færsla á Facebook hefur nú verið fjarlægð og ekki er vitað hvernig yfirvöld komust yfir hana.

Síðustu dagana fyrir árásina hófu hjónin í San Bernardino að eyða öllum rafrænum upplýsingum um sig að sögn rannsakenda. Það hefur leitt til þess að rannsakendur líti svo á að árásin hafi verið skipulögð.

Samkvæmt frétt The New York Times var Malik 27 ára gömul og fæddist í Pakistan. Hún bjó þó á einhverjum tímapunkti í Sádi Arabíu og er talið að Syed Rizwan Farook,  hinn árásarmaðurinn, hafi kynnst henni þar. Hann var 28 ára, fæddur í Illinois ríki en foreldrar hans voru frá Pakistan.

Fórnarlambanna minnst í San Bernardino í dag.
Fórnarlambanna minnst í San Bernardino í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert