Frambjóðandi repúblikana, Donald Trump, hefur lagt það til að múslímum verði bannað að koma til Bandaríkjanna í kjölfar skotárásar í Kaliforníu í síðustu viku.
Trump, sem tekur þátt í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári, hefur sent frá sér tilkynningu um að það eigi að útiloka múslíma þegar kemur að komu fólks til landsins. Bannið eigi að gilda allt þar til bandarísk yfirvöld hafi komist að niðurstöðu varðandi viðhorf múslíma til Bandaríkjanna.
Samkvæmt BBC ítrekaði Trump þessi skilaboð sín hátt og snjallt á fundi með kjósendum í Suður-Karólínu í gær við mikinn fögnuð stuðningsmanna.
Forsetaembætti Bandaríkjanna sendi frá sér tilkynningu í kjölfarið þar sem fram kemur að ummæli Trumps séu í andstöðu við bandarísk gildi og öryggi þjóðarinnar. Repúblikaninn Jeb Bush, sem einnig sækist eftir því að hljóta náð fyrir augum flokksbræðra sinna í næstu forsetakosningum, gagnrýnir ummæli keppinautarins og segir hann óáreiðanlegan.
Thank you to the great crowd at the #USSYorktown in Mt. Pleasant, South Carolina. Listen to the the response from the crowd to my latest proposal - and let me know if you agree with these PATRIOTS?
Posted by Donald J. Trump on Monday, 7 December 2015