Leitað á heimili „bitcoin-stofnanda“

Maðurinn er sagður stofnandi rafmyntarinnar bitcoin.
Maðurinn er sagður stofnandi rafmyntarinnar bitcoin. AFP

Ástralska alríkislögreglan gerði húsleit á heimili manns sem sagður er vera stofnandi rafmyntarinnar bitcoin í Sydney í morgun. Aðgerðirnar eru sagðar liður í skattrannsókn á manninum en tengist ekki fréttum af Bitcoin sem birst hafa í vikunni.

Tæknimiðlanir Wired og Gizmodo birtu greinar í vikunni þar sem því var haldið fram að ástralskur athafnamaður væri líklega sá sem hefði fundið upp bitcoin. Frá því að myntin varð til árið 2009 hefur nafn stofnanda hennar verið hjúpað leyndardómi.

Tímaritið Newsweek birti langa grein í fyrra þar sem nafn Bandaríkjamannsins Dorians Prentice Satoshi Nakamoto var bendlað við bitcoin. Hann þvertók hins vegar fyrir að hafa hleypt myntinni af stokkunum. Satoshi Nakamoto er dulnefni þess eða þeirra sem bjuggu til kóðann og hugbúnaðinn sem bitcoin byggist á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert