Frysta svissneska bankareikninga FIFA

Sepp Blatter við komuna að höfuðstöðvum FIFA í Zürich í …
Sepp Blatter við komuna að höfuðstöðvum FIFA í Zürich í dag. AFP

Svissneska dómsmálaráðuneytið greindi frá því að milljónir franka á bankareikningum alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA hafi verið frystir í dag. Bandarísk yfirvöld telja að illa fengið fé hafi verið fært um reikningana. Sepp Blatter, fráfarandi forseti FIFA, er á leið fyrir siðanefnd sambandsins.

Á bilinu 50-100 milljónir dollara eru á reikningunum sem voru frystir að því er fregnir herma. Bandarísk yfirvöld eru sögð hafa óskað eftir því við þau svissnesku að fjármunir FIFA á um fimmtíu reikningum í tíu svissneskum bönkum sem tengjast viðamikilli rannsókn á spillingu innan sambandsins verði kyrrsettir. Talið er að margir meðlimir FIFA eigi bankareikninga í Sviss.

Blatter kom til höfuðstöðva sambandsins í Zürich í dag en hann á að koma fyrir siðanefnd sambandsins. Hann var vikið tímabundið frá störfum vegna spillingarmála en hann fer frá þegar eftirmaður hans verður kjörinn 26. febrúar. Hann hefur staðfastlega haldið fram sakleysi sínum. Búist er við að siðanefndin komist að niðurstöðu fyrir jól.

Frétt breska ríkisútvarpsins BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka