Búið er að handtaka Enrique Marquez, vin hjónanna Syed Farook og Tashfeen Malik sem drápu fjórtán og særðu 21 þegar þau hófu skotárás í jólaboði í San Bernardion í Kaliforníu fyrr í mánuðinum. Bandarísk yfirvöld hafa kallað árásina hryðjuverkaárás. Hjónin létu lífið nokkrum klukkustundum eftir árásina í skotbardaga við lögregluna.
Hingað til hefur Marquez unnið með yfirvöldum við að upplýsa málið en nú hefur hann verið handtekinn vegna tengsla sinna við það. Samkvæmt AFP fréttaveitunni keypti hinn 24 ára gamli Marquez rifflana sem notaðir voru í árásinni. Marquez bjó við hliðin á hjónunum.
Útför hjónanna Syed Rizwan Farook og Tashfeen Malik, fór fram á þriðjudaginn. Hún var fámenn en FBI fulltrúar voru á staðnum til að tryggja öryggi. Margir sem stunduðu sömu mosku og hjónin neituðu að mæta í útförina.
Frétt mbl.is - Húsleit gerð hjá nágranna hjónanna