Stormsveitarmenn í Hvíta húsinu

Stjörnustríðsæðið hefur nú náð inn fyrir veggi Hvíta hússins, þar sem sást til stormsveitarmanna og vélmennisins R2-D2 í vesturálmunni nú nýlega. Voru þeir þangað komnir til að vera viðstaddir sýningu nýjustu myndarinnar fyrir fjölskyldur sem misstu nána ættingja í Íraksstríðinu.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hélt á sama tíma blaðamannafund þar sem hann fór yfir atburði líðandi árs, en lét í ljós að hann væri einnig hugfanginn af Stjörnustríði. „Þessi fundur er greinilega ekki það mikilvægasta sem fram fer í Hvíta húsinu í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert