Fordæmalaus flóð í Englandi

Fordæmalaus flóð eru nú í Bretlandi vegna mikils vatnsveðurs. Breska veðurstofan hefur varað við veðri á morgun og miðvikudag en stormurinn Frank gengur nú yfir England.

Von er á hvassviðri í vesturhluta landsins annað kvöld sem gengur niður á miðvikudag. Spáð er að vindstyrkur fari upp í 24-30 metra á sekúndu en 31-36 metra á sekúndu á ákveðnum svæðum, sérstaklega í norðvestur Skotlandi og Hjaltlandi.

Einnig er von á rigningu og gæti hún raskað umferð í Norður-Írlandi, Vestur og Suðvestur Skotlandi og norðvesturhluta Englands og Wales á miðvikudaginn.

Varað hefur verið við flóðahættu í Skotlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert