Sakfelldur fyrir að þiggja mútur

Ehud Olmert
Ehud Olmert AFP

Hæstiréttur Ísraels sakfelldi í dag Ehud Olmert, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, fyrir að þiggja mútur. Olmert, sem er sjötugur að aldri, verður þar með fyrsti fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels til þess að sitja í fangelsi segir í frétt AFP.

Olmert var forsætisráðherra á árunum 2006-2009 en hann var dæmdur í undirrétti í maí á síðasta ári í sex ára fangelsi á grundvelli tveggja ákæra fyrir að hafa tekið við mútum. Hæstiréttur mildaði dóminn í 18 mánaða fangelsi og sýknaði hann af annarri ákærunni. Forsætisráðherrann fyrrverandi var sakfelldur fyrir að hafa tekið við mútunum þegar hann var borgarstjóri Jerúsalemborgar snemma á öldinni.

„Þungu fargi var létt af mér í dag þegar Hæstiréttur sýknaði mig af meginákærunni,“ sagði Olment við blaðamenn fyrir utan dómshúsið eftir að niðurstaðan lá fyrir. „Mér voru aldrei boðnar mútur og ég tók heldur aldfrei við slíku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert