Bretlandseyjar illa leiknar af óveðrinu

Byggingar eru enn á kafi í vatni í York eftir …
Byggingar eru enn á kafi í vatni í York eftir flóð síðustu daga. AFP

Lægðin sem nú liggur yfir Íslandi hefur valdið miklum usla á Bretlandseyjum í nótt og það sem af er morgni.

Þúsundir heimila á Norður-Írlandi eru rafmagnslaus en yfirvöld þar hafa lýst yfir næstmesta hættustiginu sem völ er á vegna mikillar úrkomu og hvassviðris. Þá hefur hættustigi einnig verið lýst yfir á Norðvestur-Englandi og er flóða að vænta á fjölmörgum stöðum á landinu í dag í kjölfar úrkomunar, samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Myndskeið mbl.is: Fordæmalaus flóð á Englandi

Flugferðum til Belfast hefur mörgum verið beint til Dyflinnar á meðan öðrum hefur verið aflýst. Þá hefur farþegum verið bannað að yfirgefa þær vélar sem náðu þó að lenda á Norður-Írlandi, þar sem vindstyrkur hefur farið umfram það sem öruggt má telja.

Tístheimurinn hefur sameinast um myllumerkið #StormFrank þar sem breska veður­stof­an hef­ur form­lega nefnt lægðina Frank.

Frétt mbl.is: Frank væntanlegur til landsins




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert