Lægðin sem nú liggur yfir Íslandi hefur valdið miklum usla á Bretlandseyjum í nótt og það sem af er morgni.
Þúsundir heimila á Norður-Írlandi eru rafmagnslaus en yfirvöld þar hafa lýst yfir næstmesta hættustiginu sem völ er á vegna mikillar úrkomu og hvassviðris. Þá hefur hættustigi einnig verið lýst yfir á Norðvestur-Englandi og er flóða að vænta á fjölmörgum stöðum á landinu í dag í kjölfar úrkomunar, samkvæmt breska ríkisútvarpinu.
Myndskeið mbl.is: Fordæmalaus flóð á Englandi
Flugferðum til Belfast hefur mörgum verið beint til Dyflinnar á meðan öðrum hefur verið aflýst. Þá hefur farþegum verið bannað að yfirgefa þær vélar sem náðu þó að lenda á Norður-Írlandi, þar sem vindstyrkur hefur farið umfram það sem öruggt má telja.
Tístheimurinn hefur sameinast um myllumerkið #StormFrank þar sem breska veðurstofan hefur formlega nefnt lægðina Frank.
Frétt mbl.is: Frank væntanlegur til landsins
The town quay at 7:15, high tide 8:30, we will open at 9, and see how it goes., #stormfrank pic.twitter.com/Ma0FvukS9o
— Lifebuoy Cafe Fowey (@Lifebuoycafe) December 30, 2015
don't enter flood water in your car, water can be deeper than it appears #ThinkDontSink #StormFrank pic.twitter.com/jY1oB28t2Y
— Dublin Fire Brigade (@DubFireBrigade) December 29, 2015
The River Nith in Dumfries is looking a bit wild #StormFrank pic.twitter.com/S1T1PsBLlG
— Gerard Tubb (@TubbSky) December 30, 2015