Sádi-Arabar hafa slitið diplómatískum tengslum landsins við Íran. Um þetta tilkynnti utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir, fyrir skemmstu. Sagði hann að allir erindrekar Írans þyrftu að vera farnir frá Sádi-Arabíu innan tveggja sólarhringa.
Ákvörðun Sádi-Araba fylgir í kjölfar reiðiöldu sem beinst hefur gegn stjórnvöldum í Sádi-Arabíu vegna aftöku á sjítaklerk í gærmorgun. Múgur réðst á sendiráð Sádi-Arabíu í Tehran, höfuðborg Írans, í gær þegar mótmælt var aftökunni.
Sjítaklerkurinn Nimr al-Nimrs var tekinn af lífi í gær ásamt 46 öðrum og hafa stjórnmála- og trúarleiðtogar sakað yfirvöld í Sádi-Arabíu um að hafa ráðist viljandi á samfélag sjíta um allan heima.