Ríki íslams birti í dag myndband sem sýnir aftökur fimm manna sem liðsmenn hryðjuverkasamtakana sögðu vera njósnara. Eiga mennirnir að hafa starfað fyrir þau ríki sem berjast gegn samtökunum í Írak og Sýrlandi. Í myndbandinu var Bretlandi hótað árásum.
Að sögn SITE samtakanna sýnir myndbandið fimm menn frá Raqa. Þeir viðurkenna að hafa stundað njósnir í myndbandinu. Þar má einnig sjá vígamann samtakana gera grín að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands og kallar hann „fávita“ fyrir að ögrað Ríki íslams. Maðurinn í myndbandinu talar ensku með breskum hreim.
Í myndbandinu er einnig sagt frá því að meintu njósnararnir hafi ýmist komið myndum og myndböndum sem sýna lifnaðarhætti í Raqqa til fólks í Tyrklandi og fylgst með hreyfingum vígamanna samtakanna.
Þeir klæðast appelsínugulum samfestingum og krjúpa fyrir framan fimm böðla sem eru grímuklæddir. Böðlarnir voru allir í hernaðarklæðum og vopnaðir byssum.
„Þetta eru skilaboð til David Cameron,“ sagði einn þeirra en Cameron fyrirskipaði loftárásir í Sýrlandi í byrjun desember.
„Aðeins fávita dettur í hug að fara í stríð við land þar sem lög Allah eru í gildi og þar sem fólk býr undir réttvísi og öryggi sharia laga,“ bætti hann við. „Við höldum áfram að heyja jihad (heilagt stríð) og einn daginn ráðumst við inn í landið þitt, þar sem við munum ráða ríkjum undir sharia lögum.“
Fangarnir fimm eru síðan skotnir í höfuðið.