Deila Íran og Sádí Arabíu harðnar

Íranskir og tyrkneskir mótmælendur fyrir framan sendiráð Sádí Arabíu í …
Íranskir og tyrkneskir mótmælendur fyrir framan sendiráð Sádí Arabíu í Tyrklandi í gær. AFP

Deilan á milli Írana og Sádi Arabíu harðnar en helstu bandamenn Sádi Arabíu, Súdan, Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og Barein hafa nú ákveðið að draga talsvert úr diplómatískum samskiptum sínum við Íran. Þetta kemur fram á vef breska dagblaðsins The Independent

Þetta kemur í kjölfar þess að íranskir mótmælendur réðust inn í sendiráð Sádi Arabíu að kvöldi laugardags en þeir mótmæltu aftöku á sjítaklerk sem hafði átt sér stað í Sádi Arabíu um laugardagsmorguninn. 

Talið er að deilurnar geti sett strik í reikninginn þegar kemur að því að ráða niðurlögum ISIS en Íranar hafa verið helstu stuðningsmenn sýrlenska forsetans Assads og stjórnvalda hans á meðan að Sádi Arabía hefur verið helsti bakhjarl uppreisnarmanna í Sýrlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert