Lögreglumaður var skotinn til bana í þorpinu sem klerkurinn Nimr al-Nimr er frá í gærkvöldi. Nimr var tekinn af lífi á laugardag og er allt á suðupunkti víða í Miðausturlöndum vegna þessa.
Ríki þar sem sjítar eru í meirihluta hefur aftakan verið harðlega gagnrýnd og í Teheran hefur komið til átaka. Sádar hafa slitið stjórnmálasambandi ríkjanna tveggja og gert írönskum stjórnarerindrekum að yfirgefa Sádi-Arabíu innan tveggja sólarhringa.
Yfirvöld í Sádi-Arabíu líta á morðið á lögreglumanninum sem hryðjuverk.