Sprengjutilræði í moskum súnní-múslíma

AFP

Sprengingar skóku tvær moskur súnní-múslíma í Írak í morgun en óttast er að árásirnar tengist aftökum yfirvalda í Sádi-Arabíu á 47 föngum á laugardag. Meðal þeirra sem teknir voru af lífi var þekktur sjíta-klerkur, Nimr al-Nimr. Mikil ólga er víða í ríkjum þar sem meirihluti landsmanna er sjíta-múslímar en súnní-múslímar eru við völd í Sádi-Arabíu.

Hópur manna í herbúningum kom sprengjunum fyrir í moskunum tveimur sem eru í Hilla-héraði, suður af Bagdad og eins var muezzin, sá sem kallar múslíma til bæna, skotinn til bana skammt frá heimili sínu í Iskandariyah.

Enginn lést í tilræðunum en nokkrir slösuðust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert