1,1 milljón sótti um hæli

AFP

Alls sótti 1,1 milljón um hæli í Þýskalandi í fyrra, samkvæmt upplýsingum sem innanríkisráðuneytið birti í dag. Flestir þeirra koma frá Sýrlandi eða 40%.

Rúmlega 428 þúsund Sýrlendingar sóttu um hæli í Þýskalandi í fyrra og rúmlega 154 þúsund Afganar. Aldrei áður hafa jafn margir sótt um hæli í Þýskalandi í fyrra og er aukningin fimmföld milli ára. 

Til þess að takast á við komu alls þessa fólks hefur verið ákveðið að ráða fjögur þúsund nýja starfsmenn til starfa á skrifstofu Útlendingastofnunar. Eins ætlar ríkisstjórnin að veita 670 evrur á hvern hælisleitenda til sambandsríkjanna til þess styðja við bakið á þeim vegna aukins álags.

Mjög skiptar skoðanir eru meðal Þjóðverja um þá stefnu Angelu Merkel, kanslara, og ríkisstjórnar hennar um að taka vel á móti þeim sem eru að flýja stríð og aðrar hörmungar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert