Kýs frekar dauða en fangelsi

Lavoi Finicum ræðir við fréttamenn.
Lavoi Finicum ræðir við fréttamenn. AFP

Einn þeirra vopnuðu manna sem tek­ur þátt í her­námi á nátt­úru­vernd­ar­svæði í Or­egon seg­ist frek­ar vilja deyja í bar­átt­unni held­ur en að vera hand­tek­inn. Í dag er fimmti dag­ur her­náms­ins í nátt­úru­vernd­ar­svæðinu Mal­heur Nati­onal Wild­li­fe Refu­ge en vopnaðir menn tóku yfir bygg­ingu á svæðinu á laug­ar­dag­inn.

Lög­regla hef­ur ekki enn reynt að end­ur­heimta svæðið en sam­kvæmt frétt NBC reyn­ir banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an nú að leysa málið með hand­töku­skip­un­um.

Hinn 54 ára gamli LaVoy Finic­um tek­ur þátt í her­nám­inu. Hann er bóndi frá Arizona ríki sem á ell­efu börn en hann er mormóna­trú­ar. Hann sagði í sam­tali við NBC frek­ar vilja deyja í her­nám­inu held­ur en að vera hand­tek­inn. „Ég ætla mér ekki að eyða tíma í steypu­kassa,“ sagði Finic­um.  

„Það eru hlut­ir sem eru mik­il­væg­ari en það að  lifa og frelsi er eitt þeirra,“ sagði hann. „Ég er til­bú­inn til að verja frelsið.“

Þegar fréttamaður NBC ræddi við Finic­um sat hann fyr­ir utan bygg­ing­una, aðeins með svefn­poka og segldúk til þess að halda á sér hita. Hann var einnig vopnaður byssu, eins og flest­ir aðrir sem taka þátt í her­nám­inu.

Í sam­tali við NBC vildi Finic­um koma skila­boðum til lög­regl­unn­ar. „Ekki beina byss­um að mér,“ sagði hann og sagði jafn­framt að hann sæti fyr­ir utan húsið til þess að lög­regl­an vissi hvar hann væri. „Ég vil ekki að þeir þurfi að hlaupa um í myrkr­inu, spark­andi upp hurðum til að leita að mér. Ég vil að þeir viti ná­kvæm­lega hvar ég er.“

Finic­um gaf þó til kynna að hann væri kom­inn með nóg af stöðunni og þyrfti að kom­ast heim til að sinna kúm sín­um.

Eins og fyrr seg­ir hófst her­námið á laug­ar­dag­inn og hafa þátt­tak­end­ur heitið því að gef­ast ekki upp fyrr en land, sem er nú í eigu rík­is­ins, verði af­hent „aft­ur til fólks­ins“.

Leiðtog­ar her­náms­ins eru bræðurn­ir Ammon og Ryan Bun­dy en þeir eru syn­ir bónd­ans Cli­ven Bun­dy, sem er þekkt­ur and­stæðing­ur yf­ir­valda.

Hóp­ur­inn hef­ur einnig kraf­ist þess að feðgun­um Dwig­ht Hammond og Steven Hammond, verði sleppt úr fang­elsi en þeir voru dæmd­ir sek­ir um íkveikju. Þeir gáfu sig fram á mánu­dag­inn við lög­reglu og eru nú í haldi.

Hammond feðgarn­ir og bænda­sam­tök í Or­egon hafa hins­veg­ar for­dæmd her­námið og kallað það „ólög­legt at­hæfi gegn stjórn­inni.“

Fyrri frétt­ir mbl.is:

Kveik­ir umræðu um kynþátt og hryðju­verk

Skyn­sam­legt að láta sveit­ina í friði

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert