„Farið heim til ykkar“

Lögreglustjórinn David Ward er ekki hrifinn af hernáminu sem hófst …
Lögreglustjórinn David Ward er ekki hrifinn af hernáminu sem hófst á laugardaginn. AFP

Lögreglustjóri í Harney sýslu í Oregon hefur krafist þess að hópur manna sem hernam náttúruverndarsvæði í eigu yfirvalda í sýslunni um helgina yfirgefi svæðið. „Þið fáið ekki að koma hingað og segja okkur hvernig við eigum að lifa okkar lífi,“ sagði lögreglustjórinn David Ward í gærkvöldi á íbúafundi. Íbúarnir fögnuðu Ward þegar hann lýsti því yfir að mennirnir þyrftu að koma sér heim.

Hópur vopnaðra manna hernam náttúruverndarsvæðið Malheur National Wildlife Refuge á laugardaginn. Hópurinn segist vera að mótmæla aðgerðum stjórnvalda og krefjast þess að bændur fái lönd sín til baka. Hernámið varð í kjölfar friðsamlegra mótmæla á laugardaginn þegar að fangelsisdómum tveggja bænda á svæðinu var mótmælt.

Að mati Wards „rændu“ bændurnir sem taka þátt í hernáminu mótmælunum. „Ég er kominn hingað til að biðja þetta fólk um að fara heim og leyfa okkur í Harney sýslu að halda áfram með líf okkar.“

Ward var fagnað og klöppuðu íbúar fyrir lögreglustjóranum.

„Farið heim til ykkar og vinnið í ágreiningnum með viðeigandi leiðum,“ bætti hann við.

Skólum í bænum Burns hefur verið lokað síðan að hernámið hófst en í bænum búa 2.800 manns. Á miðvikudaginn hétu allir 36 lögreglustjórar ríkisins því að aðstoða sýsluna við að stöðva hernámið. Bandaríska alríkislögreglan hefur sagt ekki vilja þurfa að grípa til ofbeldis vegna hópsins.

Frétt NBC. 

Ward talaði fyrir fullu húsi í gær.
Ward talaði fyrir fullu húsi í gær. AFP
Íbúar í sýslunni vilja ekkert með Bundy bræðurnar hafa.
Íbúar í sýslunni vilja ekkert með Bundy bræðurnar hafa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert