Gómuðu loks flóttabaróninn

Joaquin
Joaquin "El Chapo" Guzman Loera. AFP

Yfirvöld í Mexíkó hafa handtekið eiturlyfjabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman Loera sex mánuðum eftir að hann braust út úr Altiplano-öryggisfangelsinu í nágrenni Mexíkóborgar síðasta sumar með því að grafa göng niður úr salerninu í klefa sínum.

Þetta tilkynnti Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó í dag samkvæmt frétt AFP en Guzman er talinn einhver hættulegasti glæpamaður landsins og hefur stýrt Sinaloa-eiturlyfjahringnum.

„Markmiðinu náð, við gómuðum hann. Ég vil upplýsa mexíkósku þjóðina um að Joaquin Guzman Loera hefur verið handtekinn,“ ritaði forsetinn á Twitter. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka