Írönsk yfirvöld hafa bannað allan innflutning frá Sádi-Arabíu og bannað ferðir íranskra pílagríma til heilögu borganna Mekka og Medina. Var það gert í kjölfar ákvörðunar Sádi-Araba um að slíta á diplómatísk og innflutningstengsl við Íran eftir að ráðist var á sendiráð þeirra í Tehran.
Sádi-Arabía er ekki ein af stærstu viðskiptafélögum Írans en bannið gæti þó haft skaðleg áhrif. Sádi-Arabía hagnast um 18 milljarða bandaríkjadali á ári vegna ferðalaga pílagríma og eru Íranar einn af stærstu hópunum sem fer.
Talið er að um 600.000 Íranar fari til Sádi-Arabíu á hverju ári í pílagrímsför. Nú þegar er búið að aflýsa einhverjum flugferðum milli landanna.
Mikil spenna hefur verið á milli þjóðanna síðan að sádi-arabísk yfirvöld tóku sjítaklerkinn Nimr al-Nimr af lífi á laugardaginn. al-Nimr hafði gagnrýnt yfirvöld í Sádi-Arabíu og vakti aftaka hans gífurlega reiði, sérstaklega í löndum eins og Íran og Írak þar sem Sádi-Aröbum var mótmælt. Sádi-Arabar slitu tafarlaust á diplómatísk tengsl við Íran og fljótlega fylgdu Bahrain og Súdan. Þá hafa yfirvöld í Kúveit og Katar kallað sendiherra sína heim frá Tehran.