Minntust árásanna í París

Þúsundir manna söfnuðust saman í miðborg Parísar, höfuðborgar Frakklands, í dag til þess að minnast þess að ár er síðan ein og hálf milljón manna komu saman í borginni til þess að sýna samstöðu gegn hryðjuverkum í kjölfar árása íslamskra hryðjuverkamanna á skrifstofur franska blaðsins Charlie Hebdo í borginni og verslun í eigu gyðinga.

Fram kemur í frétt AFP að athöfnin hafi verið lágstemmd. Fólkið hafi safnast í kringum einfalt svið og minnismerki sem skreytt hafi verið í frönsku fánalitunum. Francois Hollande, forseti Frakklands, afhjúpaði minningarskjöld í minningu fórnarlamba árásanna og söngvarinn Johnny Hallyday tók lagið. Kór flutti síðan franska þjóðsönginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert