Minntust árásanna í París

00:00
00:00

Þúsund­ir manna söfnuðust sam­an í miðborg Par­ís­ar, höfuðborg­ar Frakk­lands, í dag til þess að minn­ast þess að ár er síðan ein og hálf millj­ón manna komu sam­an í borg­inni til þess að sýna sam­stöðu gegn hryðju­verk­um í kjöl­far árása íslamskra hryðju­verka­manna á skrif­stof­ur franska blaðsins Charlie Hebdo í borg­inni og versl­un í eigu gyðinga.

Fram kem­ur í frétt AFP að at­höfn­in hafi verið lág­stemmd. Fólkið hafi safn­ast í kring­um ein­falt svið og minn­is­merki sem skreytt hafi verið í frönsku fána­lit­un­um. Franco­is Hollande, for­seti Frakk­lands, af­hjúpaði minn­ing­ar­skjöld í minn­ingu fórn­ar­lamba árás­anna og söngv­ar­inn Johnny Hallyday tók lagið. Kór flutti síðan franska þjóðsöng­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert