Íþróttamaðurinn Oscar Pistorius hefur farið þess á leit að stjórnarskrárdómstóll Suðu-Afríku taki mál hans til umfjöllunar. Pistorius var fundinn sekur um morð í desember sl. þegar áfrýjunardómstóll ákvað að snúa ákvörðun undirréttar sem dæmdi hann fyrir morð af gáleysi.
Það er óumdeilt að Pistorius varð kærustu sinni Reevu Steenkamp að bana á heimili sínu árið 2013. Í undirrétti var hann dæmdur í 5 ára fangelsi og var heimilað að ljúka refsingu í stofufangelsi eftir eitt ár.
Enn á hins vegar eftir að ákvarða refsingu í kjölfar niðurstöðu áfrýjunardómstólsins en íþróttahetjan á yfir höfði sér að minnsta kosti 15 ár í grjótinu. Umsókn Pistorius um að áfrýja málinu til stjórnarskrárdómstólsins hefur verið send ákæruvaldinu, sem ákveður í kjölfarið hvort það mótmælir og þá á hvaða forsendum.