Ráðist á förufólk í Köln

Mikið reiði ríkir í Þýskalandi eftir að ráðist var á …
Mikið reiði ríkir í Þýskalandi eftir að ráðist var á fjölda kvenna á nýársnótt. AFP

Ráðist var á hóp fólks frá Pakistan og Sýrlandi seint í gærkvöldi í þýsku borginni Köln. Talið er að árásarmennirnir hafi verið um tuttugu og beittu þeir harkalegu ofbeldi. Mikið reiði ríkir í landinu eftir að ráðist var á fjölda kvenna á nýársnótt. Fórnarlömbin eiga það sameiginlegt að vera förufólk. 

Frétt­ir hafa að und­an­förnu borist frá ýms­um borg­um í Evr­ópu um árás­ir á kon­ur á ný­ársnótt og þar á meðal kyn­ferðisof­beldi. Ekki síst í þýsku borg­inni Köln þar sem á fjórða hundrað kæra hafa verið lagðar fram. 

Gerend­urn­ir munu mest­megn­is vera karl­menn af ar­ab­ísk­um og norðurafrísk­um upp­runa. Meiri­hluti grunaðra hef­ur stöðu hæl­is­leit­enda í Þýskalandi eða dvelst með ólög­mæt­um hætti í land­inu.

Lögregla upplýsti í morgun að hópurinn hefði ráðist á sex Pakistana og þurftu tveir af þeim að leggjast inn á sjúkrahús. Því næst réðust fimm manns á tæplega fertugan mann frá Sýrlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert