211 óeirðarseggir handteknir í Leipzig

Rúða á Döner kebab staðnum í Leipzig var brotin af …
Rúða á Döner kebab staðnum í Leipzig var brotin af skemmdarvörgum í gærkvöldi. AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið 211 öfgasinna sem tóku þátt í skemmdarverkum í tengslum við göngu þjóðernissinna í Leipzig í gærkvöldi. Kveikt var í bílum og rúður brotnar í fyrirtækjum og verslunum.

AFP

Öfgasinnarnir eru þekktir óeirðarseggir og fótboltabullur. Þúsundir öfgahægri menn tóku þátt í göngu gegn innflytjendum í borginni í gærkvöldi og fóru flestir þeirra með friði fyrir utan óeirðarseggina sem brutu til að mynda rúður í fyrirtækjum sem innflytjendur starfa hjá. 

Eftir að ráðist var á fjölmargar konur á nýársnótt í Köln hefur allt verið á suðupunkti víða í Þýskalandi en árásarmennirnir eru nánast allir frá Miðausturlöndum eða Norður-Afríku. 

Á sama tíma og göngufólkið sakaði flóttamenn um ofbeldið gagnvart konunum í Köln tók hópur óeirðarseggja sig saman um að vinna skemmdarverk í borginni, brutu rúður, kveiktu í bílum, ruslafötum og flugeldum og hentu inn í hús. Vinstriöfgamenn svöruðu í sömu mynt og unnu skemmdarverk á rútu sem hafði verið leigð af fótboltabullunum.

AFP

Að sögn lögreglu nýttu skemmdarvargarnir sér samskiptamiðla til að skipuleggja samkomu í Köln á sunnudagskvöldið og fóru síðan í hópum og réðust á karlmenn frá Pakistan, Sýrlandi og Norður-Afríku.

AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert