Cher og Jón aðstoða íbúa Flint

Heimavarnarliðið í Michigan aðstoðar við að koma vatni til íbúa …
Heimavarnarliðið í Michigan aðstoðar við að koma vatni til íbúa bæjarins. AFP

Söngkonan Cher hefur í samstarfi við fyrirtækið Icelandic Glacial sent 180 þúsund vatnsflöskur til bæjarins Flint í Michigan í Bandaríkjunum þar sem neyðarástand ríkir vegna blýmengunar í drykkjarvatninu. Jón Ólafsson er stofnandi og stjórnarformaður fyrirtækisins.

Cher greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. í frétt Billboard kemur fram að hún hafi haft samband við vin sinn Brad Horwitz, sem er fjárfestir í fyrirtækinu. Hann hafi haft samband við stjórn fyrirtækisins sem samþykkti að senda vatnsflöskur til bæjarins. 

Barack Obama Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að senda 5 milljónir í neyðaraðstoð til bæjarins. Hann lýsti yfir formlegu neyðarástandi í bænum en samþykkti ekki tillögu ríkisstjórans í Michigan um að lýsa yfir hamfaraástandi þar sem hann taldi það ekki samrýmast lögum.

Upp komst um blýmengunina í vatninu í bænum í desember sl. Yfirmaður heilbrigðiseftirlits ríkisstjórnarinnar sagði af sér í kjölfar rannsóknar sem sýndi að stofnun hans bar mestu ábyrgðina á menguninni.

Söngkonan Cher.
Söngkonan Cher. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert