Ayatollah Ali Khamenei , æðsti leiðtogi Írans, hefur í fyrsta sinn fordæmt opinberlega árás sem varð gerð á sendiráð Sádi-Arabíu í Teheran, höfuðborg Írans, 2. janúar.
Eldur var lagður að sendiráðinu sem varð til þess að diplómatísk samskipti Írans og Sádi-Arabíu biðu hnekki.
Fjöldi fólks hafði komið saman við sendiráðið til að mótmæla aftöku sjítaklerksins Nimr al-Nimrs sem tekinn var af lífi ásamt 46 öðrum föngum í Sádi-Arabíu.
„Rétt eins og með árásina á breska sendiráðið á undan þá var þessu beint gegn landinu (Íran) og íslam,“ sagði Khamenei.
Ráðist var á breska sendiráðið í Teheran árið 2011.