Fyrrum varaforseti FIFA, Hondúrasbúinn Alfredo Hawit, er laus úr fangelsi gegn tryggingu í New York en hann mun þó þurfa að vera áfram í heimafangelsi. Þarf Hawit að reiða fram 290 þúsund dali vegna þessa.
Hawit var ákærður af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna milljón dala fjármálahneykslis í kringum FIFA, en hann kom fyrir dómara 13. Janúar vegna 12 ákæruatriða. Var hann áður forseti Knattspyrnusambands Norður- og Mið-Ameríku.
Saksóknari í málinu tilgreindi í síðustu viku að miklar lýkur væru á því að Hawit myndi reyna að flýja og fóru því fram á 4 milljónir í tryggingagjald.