Umdeilt frumvarp nálgast samþykki

AFP

Lokaumræða danska þingsins um frumvarp til laga sem heimilar yfirvöldum að taka af hælisleitendum fé og önnur verðmæti við komuna til landsins fer fram í dag. Um er að ræða stjórnarfrumvarp og er nánast öruggt að það verður samþykkt við atkvæðagreiðsluna 26. janúar.

Bæði lögspekingar og mannréttindafrömuðir hafa gagnrýnt ríkisstjórn Danmerkur vegna frumvarpsins sem ýmsir telja að gangi gegn alþjóðlegum skuldbindingum ríkisins.

Með nýju lögunum verður hægt að fresta sameiningu fjölskyldna, leggja hald á eigur hælisleitenda og herða reglur um dvalarleyfi enn frekar en þegar hefur verið gert. 

AFP

Utanríkisráðherra Danmerkur, Kristian Jensen mun mæta á fund hjá Sameinuðu þjóðunum í Genf síðar í dag þar sem fer yfir stefnu Dana í mannréttindamálum. Um er að ræða hefðbundið ferli sem öll aðildarríki SÞ taka þátt í en talið er fullvíst að nýju lögin verði rædd á fundinum í dag.

Það var þingforseti sem lagði fram lokaútgáfu frumvarpsins í dag og fer nú fram seinni umræða um það. Aðeins ein breytingartillaga var lögð fram en henni var strax hafnað af meirihluta þingmanna. Enda hefur meirihluti þingmanna lýst yfir stuðningi við frumvarpið.

In­ger Støj­berg, ráðherra inn­flytj­enda­mála og þingmaður Venstre, hefur svarað gagnrýni flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, varðandi nýju lögin að stefna Dana í innflytjendamálum sé ákveðin í Danmörku ekki Brussel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert