Ráðist á konur á tólf svæðum

Árásarmennirnir voru í flestum tilvikum erlendir karlmenn á aldrinum 17 …
Árásarmennirnir voru í flestum tilvikum erlendir karlmenn á aldrinum 17 til 30 ára. AFP

Áreitið sem konur urðu fyrir í Köln í Þýskalandi á gamlárskvöld var ekki aðeins bundið við borgina heldur virðist sem ráðist hafi verið á konur á tólf stöðum í landinu sama kvöld. Rúmlega 1.300 kvartanir bárust til lögreglu en árásarmennirnir voru í flestum tilvikum erlendir karlmenn á aldrinum 17 til 30 ára.

Flest málin tengjast kynferðislegri áreitni og þjófnaði. Flestar árásirnar voru í North Rhine-Westphalia en þar er meðal annars borgin Köln en þar bárust þúsund kvartanir til lögreglu. Því næst kemur Hamborg, þar sem 200 kvartanir bárust. Þá má einnig nefna Hesse (31 kvörtun), Bavaria (27 kvartanir), Baden-Wurtlemberg (25).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert