Til að bregðast við neyðarástandinu í bænum Flint í Michigan vegna blýmengað drykkjavatns ætla að stórfyrirtækin Wallmart, Coca-Cola, Nestlé og PepsiCo að gefa skólabörnum í bænum allt að 6,5 milljón vatnsflaska. Vatnið á að duga 10.000 börnum út árið.
Neyðarástandi var lýst yfir í Flint eftir að í ljós kom að drykkjavatn bæjarsins var mengað blýi eftir að bæjaryfirvöld ákváðu að sækja vatnið í bæjarána frekar en til Detroit í sparnaðarskyni árið 2014. Styrkur blýs í blóði barna hefur í kjölfarið mælst óvenjuhár. Það getur haft varanleg áhrif á börnin og getur meðal annars leitt til hegðunar- og námsörðugleika.
Frétt Washington Post af gjöf fyrirtækjanna
Fyrri frétt mbl.is: Neyðarástand vegna blýmengunar