Var ein á vakt þegar hún var stungin

Á heim­il­inu bjuggu tíu ung­ir hæl­is­leit­end­ur á aldr­in­um 14 til …
Á heim­il­inu bjuggu tíu ung­ir hæl­is­leit­end­ur á aldr­in­um 14 til 17 ára sem eiga það sam­eig­in­legt að vera í Svíþjóð án fjöl­skyldu sinn­ar. AFP

Alexandra Mezher, 22 ára kona sem lét lífið eftir að hafa verið stungin með hníf á heimili fyrir unga hælisleitendur í Svíþjóð, var ein á vakt þegar fimmtán ára hælisleitandi réðst á hana. Hún átti aðeins tæpan hálftíma eftir af næturvaktinni en fleiri eru á vakt yfir daginn. Beiðni um aðstoð barst neyðarlínunni kl. 7.46 í gærmorgun.

Samkvæmt heimildum sænska fjölmiðilsins Expressen voru gerðar athugasemdir við mönnun starfsfólks á heimilinu fyrir tæpu ári. Svo virðist sem starfsfólkið hafi verið óánægt með að aðeins einn starfsmaður væri á næturvaktinni og kom þetta einnig til tals á fundi sem haldinn var með starfsfólkinu í gær.

Á heim­il­inu bjuggu tíu ung­ir hæl­is­leit­end­ur á aldr­in­um 14 til 17 ára sem eiga það sam­eig­in­legt að vera í Svíþjóð án fjöl­skyldu sinn­ar. Talsmaður lög­regl­unn­ar hef­ur hrósað börn­um sem stöðvuðu árás­ar­mann­inn og komu í veg fyr­ir að hann myndi ráðast á fleiri íbúa eða starfs­menn.

„Í skýrsl­unni um at­vikið seg­ir að tveir krakk­ar hafi haldið hon­um. Það er mjög gott inn­grip. Hefði hann ætlað sér að skaða ein­hvern ann­an hafa þeir hindrað það. Það er auðvelt að slasast sjálf­ur við slíkt inn­grip. Við erum mjög þakk­lát,“ sagði talsmaður lög­reglu, Peter Adlers­son.

Frétt mbl.is: Börnin héldu árásarmanninum

Frétt mbl.is: „Hryllilegur“ glæpur í Svíþjóð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert