Óljóst hver skaut fyrst

Ryan Bundy (t.v.) faðmar LaVoy Finicum (t.h.) á Malheur-náttúruverndarsvæðinu fyrr …
Ryan Bundy (t.v.) faðmar LaVoy Finicum (t.h.) á Malheur-náttúruverndarsvæðinu fyrr í þessum mánuði. Sá fyrrnefndi er sagður hafa særst í skotbardaga við lögreglu en Finicum látið lífið. AFP

Her­náms­menn­irn­ir í Or­egon sýndu lög­reglu ekki mótþróa þegar þeir voru hand­tekn­ir á um­ferðarljós­um í gær, fyr­ir utan tvo. Ann­ar þeirra lést eft­ir skot­b­ar­daga við al­rík­is­lög­regl­una og bróðir forsprakka hóps­ins særðist en ekki ligg­ur fyr­ir hver hleypti fyrstu skot­un­um af.

Sam­kvæmt heim­ild­um CNN voru meðlim­ir vopnuðu sveit­ar­inn­ar sem hafði haldið Mal­heur-nátt­úru­vernd­ar­svæðinu í Har­ney-sýslu í Or­egon frá 2. janú­ar hand­tekn­ir þar sem þeir voru á ferð í tveim­ur bíl­um. Tveir menn til viðbót­ar voru hand­tekn­ir í bæn­um Burns og ann­ar í Arizona. Tveir menn neituðu hins veg­ar að verða við skip­un­um lög­reglu­manna um að gef­ast upp: LaVoy Finic­um og Ryan Bun­dy, bróðir forsprakk­ans Ammons.

Finic­um hafði verið einn her­ská­asti meðlim­ur hóps­ins og hafði hann áður lýst því yfir að hann vildi frek­ar vera drep­inn en hand­tek­inn.

„Svo virðist sem rík­is­stjórn­in okk­ar hafi skotið á Banda­rík­in. Einn besti föður­lands­vin­ur frels­is­ins er fall­inn. Hann mun ekki fara hljóðlega inn í ei­lífðina,“ sagði á Face­book-síðu búg­arðs Bun­dy-fjöl­skyld­unn­ar eft­ir hand­tök­urn­ar.

Alls voru átta manns hand­tekn­ir og eiga þeir yfir höfði sér ákær­ur sem tengj­ast her­nám­inu, þar á meðal að hafa lagt á ráðin um að stöðva starfs­menn Banda­ríkja­stjórn­ar við skyldu­störf með valdi, ógn­un­um eða hót­un­um.

Rík­is­stjór­inn í Or­egon, Kate Brown, sagði í gær­kvöldi að her­námið héldi áfram.

Frétt CNN af hand­tök­un­um í Or­egon

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert