Bandaríska alríkislögreglan hefur birt myndskeið sem sýnir lögreglumann í Oregon skjóta einn vopnuðu mótmælendanna til bana.
Maðurinn var í hópi vopnaðra manna sem hernámu Malheur náttúruverndarsvæðið í Oregon fyrr í mánuðinum. Umsátrið stóð yfir í þrjár vikur en fyrr í vikunni handtók lögreglan hluta af hópunum. Einn þeirra var skotinn til bana þegar til skotbardaga kom á milli lögreglu og mótmælenda.
Myndskeiðið var birt eftir að leiðtogi uppreisnarmannanna, Ammon Bundy, ítrekaði ákall sitt til fjögurra félaga sinna sem enn halda til á náttúruverndarsvæðinu um að yfirgefa svæðið friðsamlega svo hægt verði að komast hjá frekari blóðsúthellingum. Ellefu, þar á meðal Bundy, hafa verið handteknir í vikunni.
Á þriðjudag var Robert "LaVoy" Finicum, sem var talsmaður hópsins, skotinn til bana skammt frá bænum Burns í skotbardaga milli lögreglu og uppreisnarmannanna.
Á myndskeiðinu sést Finicum teygja sig eftir skammbyssu og er þá skotinn af lögreglumanninum en deilt hefur verið um hvor skaut fyrst.