Birta myndskeið af fyrirsátinni

AFP

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an hef­ur birt mynd­skeið sem sýn­ir lög­reglu­mann í Or­egon skjóta einn vopnuðu mót­mæl­end­anna til bana.

Maður­inn var í hópi vopnaðra manna sem her­námu Mal­heur nátt­úru­vernd­ar­svæðið í Or­egon fyrr í mánuðinum. Umsátrið stóð yfir í þrjár vik­ur en fyrr í vik­unni hand­tók lög­regl­an hluta af hóp­un­um. Einn þeirra var skot­inn til bana þegar til skot­b­ar­daga kom á milli lög­reglu og mót­mæl­enda.

Mynd­skeiðið var birt eft­ir að leiðtogi upp­reisn­ar­mann­anna, Ammon Bun­dy, ít­rekaði ákall sitt til fjög­urra fé­laga sinna sem enn halda til á nátt­úru­vernd­ar­svæðinu um að yf­ir­gefa svæðið friðsam­lega svo hægt verði að kom­ast hjá frek­ari blóðsút­hell­ing­um. Ell­efu, þar á meðal Bun­dy, hafa verið hand­tekn­ir í vik­unni.

Á þriðju­dag var Robert "LaVoy" Finic­um, sem var talsmaður hóps­ins, skot­inn til bana skammt frá bæn­um Burns í skot­b­ar­daga milli lög­reglu og upp­reisn­ar­mann­anna.

Á mynd­skeiðinu sést Finic­um teygja sig eft­ir skamm­byssu og er þá skot­inn af lög­reglu­mann­in­um en deilt hef­ur verið um hvor skaut fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert