Stjörnukokkur fannst látinn

Benoit Violier var 44 ára gamall þegar hann lést.
Benoit Violier var 44 ára gamall þegar hann lést. AFP

Fransk-svissneski stjörnukokkurinn Benoît Violier fannst látinn á heimili sínu í Sviss í dag. Violier, sem rak hið fræga veitingahúsi Restaurant de l'Hotel de Ville, sem hafði hlotið þrjár Michelin-stjörnur. Lögreglan telur að Violier hafi framið sjálfsvíg.

Lögreglan fór á heimili hans í Crissier þar sem líkið fannst. Talið er að hann hafi tekið eigið líf með skammbyssu. 

Crissier er skammt frá borginni Lausanne í suðvesturhluta Sviss þar sem veitingastaður Violier er til húsa.

Restaurant de l'Hotel de Ville var valinn besti veitingastaður í heimi í tímaritinu La Liste, en þar var birtur listi yfir 1.000 veitingastaði í 48 löndum. 

Lögreglan rannsakar nú málið, en segir að ekki verði gefna frekari upplýsingar um málið að svo stöddu af virðingu við fjölskyldu hins látna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert