Nei þýðir líka nei á kjötkveðjuhátíðum

AFP

Mikill viðbúnaður er í Köln í Þýskalandi við upphaf árlegrar kjötkveðjuhátíðar í borginni. Þýskum yfirvöldum er mikið í mun að koma í veg fyrir að árásirnar á nýársnótt endurtaki sig er fleiri hundruð konur lögðu fram kæru vegna ofbeldis og áreitis.

AFP

Lögreglan í Köln hefur reynt að endurvekja traust meðal almennings með litlum árangri eftir árásirnar í garð kvenna í borginni. Í flestum tilvikum voru árásarmennirnir hælisleitendur frá Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Ofbeldið vakti upp spurningar meðal almennings um hvort Þýskaland gæti yfir höfuð tekið á móti öllum þessum fjölda flóttamanna sem þangað leita. 

AFP

Kjötkveðjuhátíðin hefst á fimmtudag og stendur í viku. Mikil drykkja einkennir hátíðina sem fer fram á götum úti að mestu leyti. Hápunktur hennar er á öskudag þar fólk tekur þátt í skrúðgöngum klætt búningum af ýmsu tagi. Fólk hefur beðið um að klæðast ekki fatnaði sem minni á hryðjuverkamenn en mikil öryggisgæsla verður um alla borg. 

AFP

Um 2500 lögreglumenn verða á götum borgarinnar en það eru þrisvar sinnum fleiri en í fyrra og eins hefur fjármagn til öryggisgæslu verið aukið til muna. Öryggismyndavélum hefur verið komið fyrir út um allt og mikil áhersla verður lögð á að stöðva vasaþjófa en flestar kvennanna sem urðu fyrir árásum á nýársnótt voru rændir. 

AFP

Borgaryfirvöld hafa dreift upplýsingum um hátíðina bæði á ensku og arabísku til þess að tryggja það að innflytjendur viti hvað sé í gangi í borginni. Þar er fólk hvatt til þess að sleppa áfengisneyslu og því ráðlagt að það skemmta sér án vímugjafa. Í Bonn gengu yfirvöld jafnvel enn lengra í að útskýra það sem gerðist á kjötkveðjuhátíðinni. Til að mynda segir að buetzen þýði koss á kinn sem sé ein af hefðum kjötkveðjuhátíðarinnar. Þetta eigi ekkert sameiginlegt með kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Eins þurfi báðir aðilar að vera sáttir við buetzen  - nei þýði alltaf nei.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert