Egypskur áfrýjunardómstóll hefur ógilt dauðadóma yfir 149 mönnum sem eru sakaðir um að hafa drepið lögreglumenn í árás á lögreglustöð.
Dómarar við áfrýjunardómstólinn dæmdu undirrétt til þess að rétta í málinu að nýju en alls létust 13 lögreglumenn í árás á lögreglustöð í nágrenni Kaíró 4. ágúst 2013. Þann sama dag skaut lögreglan hundruð félaga í Bræðralagi múslíma til bana í höfuðborginni.