Trump vill sniðganga Apple

Trump ræddi við fylgjendur sína í gærkvöldi.
Trump ræddi við fylgjendur sína í gærkvöldi. AFP

Donald Trump hvetur fólk til þess að sniðganga fyrirtækið Apple þangað til það samþykkir að veita yfirvöldum í Bandaríkjunum aðgang að síma mannsins sem stóð á bak við skotárásina í San Bernandino í Kaliforníu. Apple hefur átt í deilum við Bandarísku alríkislögregluna, FBI, vegna málsins.

Þetta sagði Trump í ræðu sinni á kosningafundi á Pawleys-eyjum í Suður-Karólínu í gær. Kosið verður í forvalskosningum repúblikana í fylkinu í dag.

„Í fyrsta lagi, síminn er ekki einu sinni í eigu þessa unga óþokka sem myrti allt þetta fólk. Síminn er í eigu ríkisins,“ sagði Trump. Sagðist hann bæði nota síma frá Apple og Samsung en Trump ætlar þó aðeins að nota símann frá Samsung þar til Apple veitir upplýsingarnar.

Frétt mbl.is: Tæknirisar fylkja liði með Apple

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert