Woodfox laus úr afplánun

Albert Woodfox.
Albert Woodfox. AFP

Albert Woodfox, sem setið hefur í öryggisfangelsi í Louisiana í 43 ár, þar af í einangrun í 40 ár, er laus úr afplánun. Hann var dæmdur fyrir morð á fangaverði árið 1972 en hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Woodfox var sleppt eftir að hafa samþykkt ákæru fyrir manndráp.

Fang­elsið sem Wood­fox er í er skammt frá fyrr­ver­andi þræla­plantekrunni An­gola. Wood­fox var læst­ur inni í klefa sem 183x244 cm að stærð, 23 tíma á sól­ar­hring, þar sem dags­birta er nán­ast eng­in.

Wood­fox var dæmd­ur í fang­elsi 1971 fyr­ir vopnað rán. Hann hóf afplán­un í An­gola og varð strax einn af meðlim­um Svörtu hlé­b­arðanna, sam­taka sem létu mikið að sér kveða í rétt­inda­bar­áttu blökku­manna á sjö­unda og átt­unda ára­tugn­um, í fang­els­inu.

Árið 1972 var hann dæmd­ur fyr­ir morð á fanga­verði. Eng­ar áþreif­an­leg­ar sann­an­ir tengja Wood­fox við morðið og sak­fell­ing hans byggðist einkum á vitn­is­b­urði sam­fanga hans sem hlaut náðun fyr­ir vikið. Wood­fox held­ur því fram að póli­tísk­ar ástæður liggi að baki sak­fell­ing­unni, þar sem hann var meðlim­ur í Svörtu hlé­börðunum. 

Frétt mbl.is: „Þeir geta aldrei brotið mig niður aftur“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert