Lýsir yfir stuðningi við Hansen

Eva Kjer Hansen, Matvæla- og umhverfisráðherra í danska þinghúsinu í …
Eva Kjer Hansen, Matvæla- og umhverfisráðherra í danska þinghúsinu í dag. AFP

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, hefur lýst yfir stuðningi við Eva Kjer Hansen, umhverfisráðherra, en Íhaldsflokkurinn lýsti yfir vantrausti á hana í gær.

Rasmussen boðaði í dag til viðræðna stuðningsflokka minnihlutastjórnar hans í dag þar sem hann tilkynnti stuðning sinn við Hansen. 

Eins og fram kom á mbl.is í morgun hefur formaður Íhalds­flokks­ins, Søren Pape Poul­sen,sagt að Han­sen sé ekki heiðarleg í starfi sínu og því ekki starfi sínu vax­in. Deilt hef­ur verið um land­búnaðarfrum­varpið vik­um sam­an og er Han­sen sökuð um að vera vilja­laust verk­færi í hönd­um sam­taka bænda og noti töl­ur frá þeim til þess að rétt­læta samn­ing­inn. 

Fyrri frétt mbl.is: Óvíst með framtíð ráðherrans

Rasmussen hefur nú lýst því yfir stuðningi við Hansen og samkvæmt frétt danska ríkisútvarpsins telur hann hana ekki hafa gert neitt rangt þegar það kemur að nýja frumvarpinu. Hefur hann neitað að láta hana víkja úr ríkisstjórninni þó svo að meirihluti þingmanna hafi lýst yfir vantrausti á Hansen.

Sagðist Rasmussen óttast að það myndi setja slæmt fordæmi ef hann myndi láta Hansen víkja útaf einhverju sem hann sagðist ekki líta á sem stórt vandamál.

Bætti hann jafnframt við að hann vildi ekki boða til kosninga þar sem það myndi hafa of mikla óvissu í för með sér.

Í fréttaskýringu DR kemur fram að staða Venstre, flokks Rasmussen, sé mjög slæm og hafi aldrei haft minna fylgi ef marka má könnun sem birt var í morgun. Hún var þó tekin áður en Íhaldsflokkurinn lýsti vantrausti á umhverfisráðherrann.  Aðeins eru átta mánuðir síðan að ríkisstjórn Rasmussen tók við.

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og formaður Venstre
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og formaður Venstre AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert