Óvíst með framtíð ráðherrans

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og formaður Venstre
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og formaður Venstre AFP

Það er hriktir í stoðum ríkisstjórnar Danmerkur vegna landbúnaðarfrumvarps sem stefnt er að koma í gegnum þingið á morgun. Íhaldsflokkurinn, sem styður ríkisstjórn Venstre falli, styður ekki lengur landbúnaðarráðherrann, Evu Kjer Hansen. Formaður Íhaldsflokksins Søren Pape Poulsen segir að Hansen sé ekki heiðarleg í starfi sínu og því ekki starfi sínu vaxin.

Deilt hefur verið um landbúnaðarfrumvarpið vikum saman og er Hansen sökuð um að vera viljalaust verkfæri í höndum samtaka bænda og noti tölur frá þeim til þess að réttlæta samninginn. Með því sé verið að reyna að láta líta svo út að hann sé umhverfisvænni en hann er í raun. Meðal þess er notkun áburðar ofl. Samkvæmt frumvarpinu fá bændur að nota mun meiri áburð en þeir fá í dag og hefur það vakið upp spurningar um áhrif þess á lífríkið, svo sem vatn. Ráðherra hefur svarað gagnrýninni fullum hálsi og segir sérfræðinga ekki vitað hvað þeir séu að tala um. Að sögn Hansen hefðu þeir fallið á prófi í háskólanum ef þeir hefðu haldið skoðunum sínum fram þar.

Í gær samþykktu síðan þingmenn Íhaldsflokksins vantraust á ráðherrann. Þrátt fyrir vantraust á ráðherrann ætla þingmenn Íhaldsflokksins að greiða atkvæði með frumvarpinu.

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra og formaður Venstre átti fund í gærkvöldi með leiðtogum hinna flokkanna í bláu blokkinni, það er Kristian Thulesen Dahl formanns danska Þjóðarflokksins og Poulsen. Hætt hefur verið við þingflokksfund Venstre í dag sem alltaf er haldinn í hádeginu á miðvikudögum og beðið er fregna frá Rasmussen. Þess er fastlega vænst að Hansen verði áfram ráðherra í einhverja daga en að hún verði jafnvel sett af í næstu viku.

Rassmusen hefur lítið viljað ræða við fjölmiðla en skrifaði á Twitter í gær að hann hefði boðið til fundarins í gærkvöldi til þess að ræða framtíð ríkisstjórnarinnar. Þegar Poulesen var spurður að því í morgun hvort hann teldi að Hansen myndi mæta til vinnu í dag sagði hann við fréttamenn að þeir yrðu að spyrja forsætisráðherra þeirrar spurningar. Hún væri ekki búin að vera heiðarleg gagnvart almenningi og því treysti þingmenn Íhaldsflokksins henni ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert