Umhverfisráðherra Danmerkur, Eva Kjer Hansen, hefur sagt af sér embætti. „Í dag tilkynnti ég forsætisráðherranum að ég ætlaði að segja af mér sem umhverfis- og matvælaráðherra,“ sagði Eva Kjer Hansen í yfirlýsinu.
Hún sagðist ekki vilja „standa í vegi fyrir“ ríkisstjórninni.
Forsætisráðherrann Lars Løkke Rasmussen hafði lýst yfir stuðningi við Hansen en Íhaldsflokkurinn lýsti yfir vantrausti á hana síðastliðinn þriðjudag.
Frétt mbl.is: Lýsir yfir stuðningi við Hansen
Formaður Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, hélt því fram að Hansen væri ekki heiðarleg í starfi sínu og því ekki starfi sínu vaxin. Deilt hefur verið um landbúnaðarfrumvarpið vikum saman og var Hansen sökuð um að vera viljalaust verkfæri í höndum samtaka bænda og hafi notað tölur frá þeim til þess að réttlæta samninginn.
Íhaldsflokkurinn er aðeins með sex sæti á þingi en stuðningur hans er mikilvægur fyrir minnihlutastjórn Rasmussens.