Réttarhöldum yfir SS manni frestað

Réttarhöldum yfir fyrrverandi SS manni og lækni í Auschwitz útrýmingarbúðunum, Hubert Zafke, hefur verið frestað, en dómari í málin taldi Zafke ekki í ástandi til að mæta fyrir dóminn þar sem taka átti skýrslu af honum.

Zafke er 95 ára og við lélega heilsu. Hafði læknir hans tilkynnt dómara að Zafke væri haldinn miklum kvíða fyrir réttarhöldunum og væri með sjálfsmorðshugsanir.

Zaf­ke þarf að svara til saka vegna dauða 3.681 fanga, þar á meðal Önnu Frank, sem þekkt er fyr­ir dag­bók­ar­skrif sín. Zaf­ke var sjúkra­liði í búðunum á þeim tíma sem fjöl­marg­ir gyðing­ar voru flutt­ir í Auschwitz-Bir­kenau búðirn­ar þar sem stór hluti fang­anna endaði æv­ina í gas­klef­um

Sam­kvæmt ákæru sak­sókn­ara vissi Zaf­ke til hvers Auschwits-Bir­kenau búðirn­ar væru og hvernig þær væru upp­byggðar. Með vissu sinni þá studdi Hubert Zaf­ke það sem fram fór og því  var hann þátt­tak­andi í út­rým­ing­unni, seg­ir sak­sókn­ari í ákæru sinni. 

Zafke hefur aftur á móti sagt að hlutverk hans sem læknis hafi aðeins verið að koma að fyrstu hjálp fyrir fangana og almennri umönnun.Segist hann ekki hafa vitað að búðirnar væru útrýmingarbúðir.

Í þann mánuð sem Zafke starfaði í búðunum komu 14 …
Í þann mánuð sem Zafke starfaði í búðunum komu 14 járn­braut­ar­lest­ar með fanga þangað. Ljósmynd/Wikipedia

Verjandi Zafke segir að ákvörðunin um að halda réttarhöldin yfir höfuð hafi alltaf verið röng. „Umbjóðandi minn er að deyja og mun innan tíðar mæta æðsta dómsvaldinu,“ sagði verjandinn.

Frétt mbl.is: SS menn dregnir til ábyrgðar

Frétt mbl.is: 95 ára ákærður fyrir 3.681 morð

Fól var mætt fyrir utan réttarsalinn í Neubrandenburg á fyrsta …
Fól var mætt fyrir utan réttarsalinn í Neubrandenburg á fyrsta degi réttarhaldanna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert