Vara við nýrri holskeflu í Skorskov

Fjölmargir þeirra sem sækja um hæli í Noregi koma þangað …
Fjölmargir þeirra sem sækja um hæli í Noregi koma þangað frá Rússlandi. AFP

Varað er við því í minn­is­blaði inn­an ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins norska að bú­ast megi við nýrri holskeflu flótta­manna á landa­mæra­stöðina í Storskov fljót­lega. Í minn­is­blaðinu er einnig varað við hættu á hryðju­verka­árás­um í Evr­ópu.

Um er að ræða inn­an­húss minn­is­blað í ráðuneyt­inu en norski fjöl­miðill­inn VG fjall­ar um það í dag. Lít­il hef­ur borið á komu flótta­fólks þangað frá Rússlandi að und­an­förnu en í byrj­un árs til­kynntu norsk stjórn­völd að öll­um hæl­is­leit­end­um sem hafa verið skráðir sem hæl­is­leit­end­ur í Rússlandi yrði vísað sam­stund­is frá. En sam­kvæmt minn­is­blaðinu er þetta aðeins lognið á und­an storm­in­um.

Í minn­is­blaðinu er talað um póli­tískt moldviðri um alla Evr­ópu inn­an hálfs árs sem muni einnig hafa áhrif á landa­mæri Nor­egs og Rúss­lands. Með því að loka leiðinni fyr­ir flótta­fólkið um Balk­anskag­ann eykst þrýst­ing­ur á Storskog, Finn­land og Eystra­salts­rík­in á næstu mánuðum.

Þar er varað við því að Nor­eg­ur sé ekki nægj­an­lega und­ir það bú­inn að taka á móti slík­um straumi flótta­fólks. Þar megi nefna kostnað sem fylg­ir fjölg­un hæl­is­leit­enda, svo sem auknu at­vinnu­leysi og aukn­um kostnaði í vel­ferðar­kerf­inu árið 2017.

Um­fjöll­un VG

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert