Clinton sjö - Trump sjö

Kosið í Minneapolis, Minnesota.
Kosið í Minneapolis, Minnesota. AFP

Hillary Clinton fór með sigur af hólmi í sjö ríkjum af þeim ellefu sem forval demókrata fór fram í gærkvöldi og nótt. Bernie Sanders fór með sigur af hólmi í fjórum.

Þetta þýðir að hún er með örugga forystu í vali Demókrataflokksins á forsetaframbjóðanda flokksins.

Clinton fékk flest atkvæði í Alabama, Arkansas, Georgia, Massachusetts,Tennessee, Texas og Virginíu. En Sanders fór með sigur af hólmi í Colorado, Minnesota, Oklahoma og Vermont.

Donald Trump
Donald Trump AFP

Donald Trump er sigurvegari forvals repúblikana þessa nótt þar sem hann fékk flest atkvæði í sjö af þeim tíu ríkjum þar sem úrslitin liggja fyrir en Ted Cruz fór með sigur af hólmi í tveimur ríkjum og Marco Rubio  í einu.

Trump fékk flesta kjörmenn kjörna í Alabama, Arkansas, Georgíu, Massachusetts, Tennessee, Vermont og Virginíu.

Cruz hafði betur í Texas, Alaska og Oklahoma og Rubio í Minnesota. 

Hillary Clinton
Hillary Clinton AFP

Breiður stuðningur við Trump

Trump fór með sigur af hólmi víðast hvar í Suðurríkjunum og Nýja-Englandi sem kannski sýnir best styrk hans meðal flokksmanna. 

New York Times segir að Massachussetts hafi verið auðvelt ríki fyrir hann líkt og suðrið þar sem íhaldsmenn ráða ríkjum en hann nýtur gríðarlegs stuðnings meðal hvítra kjósenda með litlar tekjur, einkum og sér í lagi þeirra sem ekki hafa lokið framhaldsnámi. 

Fylgst með fjölda kjörmanna en frambjóðendur þurfa 1.237 kjörmenn til …
Fylgst með fjölda kjörmanna en frambjóðendur þurfa 1.237 kjörmenn til þess að tryggja sér framboð fyrir hönd flokks síns. AFP

Donald Trump vonast til þess að með þessari niðurstöðu, þar sem breið samstaða virðist vera um hann, takist honum að sameina Repúblikanaflokkinn á bak við framboð sitt.

„Ég er maður sameininga,“ sagði Trump við fréttamenn í sumarhúsi sínu Mar-a-Lago á Palm Beach, Flórída þegar ljóst var að hann hafði haft sigur af hólmi í um helmingi þeirra ríkja sem kosið var í gær á ofur-þriðjudegi. „Þegar við höfum lokið þessu af þá er það ein manneskja sem ég ætla mér að ná: Hillary Clinton.“

Ted Cruz fór með öruggan sigur af hólmi í heimaríki sínu Texas og nágrannaríkinu Oklahoma og virðist hann vera sá eini sem á möguleika á að halda baráttunni áfram gegn Trump meðal frambjóðenda í forvali repúblikana. 

Frá Colorado
Frá Colorado AFP
Þessi fór ekki leynt með stuðning sinn við Bernie Sanders
Þessi fór ekki leynt með stuðning sinn við Bernie Sanders AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert