Lét börnin krjúpa milli læra sér við skriftir

George Pell fjármálastjóri Páfagarðs
George Pell fjármálastjóri Páfagarðs AFP

Það eru óhugn­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem hafa komið fram við rann­sókn á barn­aníði kaþólskra presta í Ástr­al­íu und­an­farna daga. Þar á meðal um barn­aníðing og prest sem lét börn krjúpa á milli læra sér á meðan þau játuðu synd­ir sín­ar.

Fjár­mála­stjóri Páfag­arðs, Geor­ge Pell kardí­náli, bar vitni í gegn­um mynd­búnað við rétt­ar­höld­in í Syndey í Ástr­al­íu í dag. Þar játaði hann yf­ir­hylm­ingu inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar á glæp­um sem framd­ir voru gegn börn­um í Ástr­al­íu.

Rann­sókn­ar­nefnd­in hlýddi á vitn­is­b­urð Pells í morg­un um hvað hann vissi um þá óhugn­an­legu hluti sem áttu sér stað. Rann­sókn­in snýr einkum að bæn­um Ball­arat og borg­inni Mel­bour­ne í Vikt­oríu ríki þar sem Pell ólst upp og starfaði. Hvernig kirkj­an tók á kvört­un­um sem bár­ust um brot klerka allt aft­ur á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Fórnarlömb barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar
Fórn­ar­lömb barn­aníðinga inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar AFP

Einn sá óviðkunn­an­leg­asti

Lögmaður­inn Gail Fur­ness, sem stýr­ir spurn­ing­um nefnd­ar­inn­ar, beindi at­hygl­inni í dag að prest­in­um Peter Se­ar­son í Do­vet­on sem Pell lýsti sem ein­um af þeim óviðkunn­an­legu mönn­um sem hann hafði hitt á lífs­leiðinni. Ekk­ert var gert á veg­um kaþólsku kirkj­unn­ar á ní­unda ára­tugn­um þrátt fyr­ir fjöl­marg­ar sann­an­ir á óeðli­legri fram­komu hans. 

Anthony Foster og eiginkona hans Chrissie, eiga tvær dætur sem …
Ant­hony Foster og eig­in­kona hans Chrissie, eiga tvær dæt­ur sem eru fórn­ar­lömb barn­aníðins, prests kaþólsku kirkj­unn­ar í Ástr­al­íu. AFP


Fram­kom­an viðbjóðsleg en ég vissi ekki neitt

Eitt fórn­ar­lamba hans lýsti því hvernig Se­ar­son beindi skot­vopni að börn­um og lét börn­in krjúpa á milli læra sér þegar þau skriftuðu. Pell sagði að fram­koma Se­ar­son væri viðbjóðsleg en neitaði að hafa vitað af þessu á sín­um tíma. Hann seg­ir að miðað við þetta þá hefði erki­bisk­up­inn í Mel­bour­ne, Frank Little, sem nú er lát­inn, átt að gera meir en raun ber vitni.

„Little erki­bisk­up, af ein­hverri ástæðu, virt­ist ófær eða óhæf­ur til þess að taka á föður Se­ar­son eða jaf­vel ekki hæf­ur til þess að afla nægj­an­legra upp­lýs­inga um ástandið,“ sagði Pell. Hann tel­ur að lík­lega hafi Little ekki brugðist við til þess að vernda orðspor kirkj­unn­ar.

Se­ar­son, sem lést árið 1989, er jafn­framt sakaður um kyn­ferðis­legt of­beldi, dráp á ketti með því að sveifla hon­um á róf­unni yfir grind­verk. Sýna börn lík í lík­kist­um og halda hnífi á brjósti ungr­ar stúlku.

Heim­ur glæpa og leynd­ar

ell hef­ur í vik­unni haldið því fram að tveir erki­bisk­up­ar hið minnsta hafi logið að hon­um sem og fleira fólk sem var hátt­sett inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar í Ástr­al­íu á þess­um tíma. „Þetta var óvenju­leg­ur heim­ur. Heim­ur glæpa og leynd­ar. Og fólk vildi ekki raska kyrr­stöðunni,“ sagði Pell.

Fur­ness spurði Pell einnig um bróður Edw­ard Dowl­an, sem starfaði í Ball­arat og Mel­bour­ne. Hann var síðar fang­elsaður fyr­ir níð gegn drengj­um. Pell var á þess­um tíma ráðgjafi bisk­ups­ins í Ball­arat en hann seg­ist ekki muna eft­ir ein­stök­um ásök­un­um í Dowl­ans. „Ég sé eft­ir að hafa ekki gert meira á þess­um tíma,“ bætti hann við.

Í gær sagði Pell að glæp­ir kaþólska prests­ins Ger­ald Rids­dale, sem hef­ur verið dæmd­ur í yfir 100 barn­aníðsmá­l­um, væru sorg­leg­ir en ekki áhuga­verðir í hans aug­um á þess­um tíma. Hann neitaði að hafa vitað af of­beldi Rids­da­les og sakaði bisk­up­inn í Ball­arat á þess­um tíma, Ronald Mul­ke­arns, um veru­lega van­rækslu í starfi fyr­ir að upp­lýsa sig ekki um hvað væri að ger­ast.

Hóp­ur fólks sem varð fyr­ir of­beldi af hálfu kirkj­unn­ar þjón­um er kom­inn til Róm­ar til þess að fylgj­ast með vitn­is­b­urði Pells. Fórn­ar­lömb­in hafa óskað eft­ir fundi með Frans páfa og Pell seg­ist vera reiðubú­inn til þess að aðstoða við það.

Stjórn­völd í Ástr­al­íu settu rann­sókn­ina af stað árið 2012 eft­ir ára­tuga lang­an þrýst­ing þar um. Nefnd­in hef­ur rætt við tæp­lega fimm þúsund fórn­ar­lömb barn­aníðinga inn­an kaþólsku kirkj­unn­ar. Þar sem sem barn­aníð virðist hafa viðgeng­ist á munaðarleys­ingja­hæl­um, miðstöðvum á veg­um kirkj­unn­ar, ung­menn­a­starfi og í skól­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert