Skaut systur sínar til bana

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Lögregla í Pakistan leitar nú manns sem skaut systur sínar til bana í meintu „heiðursmorði“. Maðurinn sem heitir Mohammad Asif myrti móður sína fyrir fjórum eða fimm árum síðan en var sleppt eftir að hann var náðaður af fjölskyldu sinni.

Morðn áttu sér stað í Sahiwal héraði í Punjab. Asif er tæplega þrítugur og að sögn lögreglu myrti hann systur sínar því hann var á „móti lífstíl þeirra“.

Að sögn lögreglustjórans Allah Ditta Bhatti létust konurnar samstundis.

Mikil umræða hefur verið um heiðursmorð í Pakistan en heimildarmyndin A Girl in the River: The Price of Forgiveness hlaut Óskarsverðlaun á sunnudaginn en myndin segir frá heiðursmorðum í landinu.

Leikstjóri myndarinnar Sharmeen Obaid-Chinoy hitti forsætisráðherra Pakistans nýlega og ræddu þeir heiðursmorð í landinu en á hverju ári eru mörg hundruð konur myrtar af ættingjum sínum í Pakistan í því yfirskyni að „verja heiður fjölskyldunnar“.

Á mánudaginn skaut maður átján ára dóttur sína til bana í borgini Lahore því hún gat ekki sagt honum hvar hún hafði verið í um fimm klukkustundir.

Hér má sjá stiklu úr myndinn A Girl in the River: The Price of Forgiveness.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert