Fimm barnaníðingar hörmuleg tilviljun

Dominic Ridsdale, David Ridsdale og Phil Nagle (það sést aðeins …
Dominic Ridsdale, David Ridsdale og Phil Nagle (það sést aðeins í koll hans á myndinni) féllust í faðma eftir að hafa hlýtt á Pell bera vitni í morgun. AFP

Fjármálastjóri Páfagarðs, George Pell, viðurkennir að hafa ekki gripið til aðgerða þegar fórnarlamb prests, ungur drengur sagði honum frá barnaníðinu sem hann varð fyrir. Pell segir að það sé hörmuleg tilviljun að í sama kaþólska skólanum í Ballarat í Ástralíu hafi starfað fimm barnaníðingar á áttunda áratugnum.

Pell bar vitni í dag frá Páfagarði fyrir rannsóknarnefnd í Sydney í Ástralíu varðandi barnaníð meðal kirkjunnar þjóna í bæn­um Ball­arat og borg­inni Mel­bour­ne í Vikt­oríu ríki þar sem Pell ólst upp og starfaði.

Frétt mbl.is: Lét börnin krjúpa milli læra sér

Pell sagði í dag, á fjórða degi vitnaleiðslnanna, að nemandi við  St Patrick's menntaskólann í Ballarat hafi greint frá því að bróðir Edward Dowlan bryti á drengjum við skólann árið 1974. Að sögn Pell greindi pilturinn frá þessu í hálfkæringi og hann hafi ekki beðið sig um að grípa inn í. 

Dowlan, sem hefur breytt nafni sínu íTedBales, var fangelsaður í fyrra fyrir barnaníð gegn drengnum á áttunda- og níunda áratug síðustu aldar.Dowlan var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brot gegn fjölda drengja.

Peter Blenkiron fórnarlamb barnaníðings
Peter Blenkiron fórnarlamb barnaníðings AFP

Eitt fórnarlamba Dowlans, Peter Blenkiron, er meðal þeirra sem fylgdust með vitnaleiðslunum í dag, samkvæmt BBC. Þegar kardínálinn (Pell) viðurkenndi að hann hefði átt að gera meira varðandi verk barnaníðingsins, benti hann fréttamönnum á mynd framan á bol sínum. „Þetta er ég 1973, sex mánuðum áður en ég fór í St Patrick's," sagði Blenkiron.

„Ef gripið hefði verið inn þá hefði þessi litli drengur ekki þurft að ganga í gegnum það sem hann gerði,“ bætti hann við.

Fjármálastjóri Páfagarðs, kardínálinn George Pell
Fjármálastjóri Páfagarðs, kardínálinn George Pell AFP

Þegar Pell talaði um hörmulega tilviljun reiddist Stephen Wood, sem er einn af fórnarlömbum barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar. Wood varð fyrir hrottalegu ofbeldi allt frá ellefu ára aldri. Hann segir að það sé engin tilviljun heldur augljóslega kerfisbundið. 

Pell kardínáli neitaði ásökunum um að hann hafi reynt að múta frænda eins níðingsins, föður Gerald Ridsdale.

David Ridsdale sem var beittur kynferðislegu ofbeldi af frænda sínum segir að kardínálinn hafi boðið honum mútur gegn því að þegja um barnaníðið.

Fram kom við vitnaleiðslurnar sú skýring að David Ridsdale hafi ekki viljað að lögreglan myndi blandast inn í málið því þá myndi amma hans komast að framferði frænda hans.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert