Leitað á heimili Lula

Luiz Inacio Lula Da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu.
Luiz Inacio Lula Da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu. AFP

Lögreglan í Brasilíu gerði húsleit heima hjá Luiz Ignacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta landsins, í tengslum við fjársvikarannsókn á ríkisolíufyrirtækinu Petrobras. Húsleitin er liður í viðamiklum aðgerðum lögreglu vegna ásakana um spillingu og peningaþvætti hjá fyrirtækinu.

Lula var einnig færður til skýrslutöku hjá lögreglu, að því er brasilískir fjölmiðlar greina frá. Í aðgerðum lögreglu var 33 leitarheimildum og ellefu handtökuskipunum fylgt eftir, að sögn lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert