Þúsundir komu í jarðarförina

Bróðir Caceres hrópar baráttuorð í jarðarför hennar.
Bróðir Caceres hrópar baráttuorð í jarðarför hennar. AFP

Þúsundir vottuðu Berta Caceres, umhverfisbaráttu konu af frumbyggjaættum, virðingu sína við jarðarför hennar í dag. Caceres, sem var 45, ára var myrt á fimmtudag og segir fjölskylda hennar hana hafa verið tekna af lífi vegna skoðanna sinna.

Varúð: Mynd af líki Caceres fylgir fréttinni

Caceres, sem var formaður regnhlífasamtaka fyrir frumbyggjafélög Hondúras, COPINH, var skotin til bana í heimabæ sínum La Esperanza um 200 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Tegicigalpa.

Mótmælendur með mynd af hinni látnu.
Mótmælendur með mynd af hinni látnu. AFP

Syrgjendur komu víða að til að vera við jarðarför Caceres og hrópuðu „Réttlæti, réttlæti!“, „Berta Lifir!“ og „Baráttan heldur áfram!“ þegar líkkista hennar var flutt til kirkju fyrir greftrun.

Bróðir hennar, Gustavo, sem var einn þeirra fyrstu til að koma að líki hennar sagði í samtali við AFP að í það minnsta tveir grímuklæddir menn hefðu komið inn um bakdyr hússins þar sem systir hans svaf snemma á fimmtudag. Hún fór á fætur til að athuga hljóðin sem bárust og hitti þá mennina fyrir sem brutu handlegg hennar og fótlegg áður en þeir skutu hana minnst átta sinnum af stuttu færi.

Ættingjar og vinir kvöddu Caceres í einrúmi áður en kistan …
Ættingjar og vinir kvöddu Caceres í einrúmi áður en kistan var borin til kirkju. AFP

Byssukúla særði einnig Gustavo Castro Soto, úr samtökunum Vinir jarðarinnar Mexíkó, sem hafði verið sofandi í næsta herbergi þegar hann kom fram til að sjá hvað gengi á. Árásarmennirnir flúðu eftir að hann lést vera látinn.

Caceres bjó í húsinu sem tilheyrir móður hennar, en flutti út fyrir tveimur mánuðum síðan.

„Nú skiljum við að það var til þess að vernda fjölskylduna,“ sagði Gustavo  Caceres við AFP.

Caceres var fjögurra barna móðir og hefði orðið 45 ára í gær. Hún náði fyrst frama fyrir að leiða Lenca fólkið í baráttu gegn vatnsaflsstíflu sem hefði ollið flóðum yfir stór svæði frumbyggjalanda skorið á flæði vatns til hundraða. Árið 2015 vann hún Goldman umhverfisverðlaunin sem eru ein helstu verðlaun heims fyrir umhverfisbaráttu. Hún hélt baráttu sinni ótrauð áfram þrátt fyrir fjölda líflátshótanna.

Gríðarlegur fjöldi mætti til jarðarfararinnar.
Gríðarlegur fjöldi mætti til jarðarfararinnar. AFP

Árið 2013 var hún handtekinn fyrir ólöglega vopnaeign. Stuðningsmenn hennar sögðu hana vera fórnarlamd áreitni af hálfu yfirvalda og árið 2014 var hún sýknuð. Morðið á Caceres hefur verið fordæmt um allan heim, þar á meðal af Sameinuðu þjóðunum, Bandaríkjunum og fjölmörgum umhverfisbaráttumönnum.

Fjölskylda hennar hefur sakað yfirvöld um að reyna að láta morðið líta út eins og handahófskennt morð þegar hún hafi í raun verið tekin af lífi vegna baráttu sinnar gegn stórum náma- og vatnsaflsfyrirtækjum. Segir hún yfirvöld jafnframt bera nokkra ábyrgð á morðinu þar sem þau hafi ekki séð henni fyrir nauðsynlegri vernd eða rannsakað hótanirnar gegn henni.

Frétt mbl.is: Drápu þekktan umhverfissinna

Í höfuðborginni Tegucigalpa notaði óeirðalögregla táragas á mótmælendur.
Í höfuðborginni Tegucigalpa notaði óeirðalögregla táragas á mótmælendur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert