Vilja handtaka fyrrverandi forseta

Þingmenn tóku glaðir í gær á móti forsetanum fyrrverandi, sem …
Þingmenn tóku glaðir í gær á móti forsetanum fyrrverandi, sem er til hægri á myndinni. AFP

Embætti saksóknara í Brasilíu hefur krafist handtöku fyrrverandi forseta landsins, Luiz Inacio Lula da Silva, samkvæmt réttargögnum sem fréttaveita AFP hefur undir höndum.

Saksóknarar í Sao Paulo ríki, sem ákærðu Lula fyrir peningaþvott á miðvikudag, hafa krafist þess að hann verði hnepptur í gæsluvarðhald á meðan mál hans fær meðferð hjá dómskerfi landsins.

Nú er beðið úrskurðar dómara í Sao Paulo, sem ákveður hvort taka skuli til meðferðar ákæruna gegn Lula og hvort hneppa skuli hann í gæsluvarðhald.

Saksóknaraembættið sakar Lula um að hafa rofið almannafrið í landinu eftir að hann hvatti stuðningsmenn sína til að halda fjöldamótmæla síðasta föstudag, í kjölfar þess að hann var færður til yfirheyrslna vegna rannsóknar á spillingu í ríkisolíurisanum Petrobras.

Sjá frétt mbl.is: „Ég óttast ekkert“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert