Móðir Teresa verður dýrlingur

Móðir Teresa var ekki óumdeild.
Móðir Teresa var ekki óumdeild.

Frans páfi staðfesti formlega í dag dýrlingsnafnbót Móður Teresu og mun hún formlega hljóta nafnbótina þann 4. september næstkomandi. Nítján ár eru liðin frá andláti albönsku nunnunnar, sem helgaði líf sitt umönnun fátækra í Kolkata í Indlandi.

Staðsetning athafnarinnar hefur enn ekki verið ákveðin en búist er við að hún muni fara fram í Rómarborg, auk annarrar athafnar í indversku borginni þar sem Teresa er grafin.

Hún var 87 ára þegar hún lést árið 1997 og var þá sem nú dýrkuð af mörkum kaþólikkum. Þá hlaut hún friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir starf sitt í þágu fátækra.

En Teresa var ekki óumdeild. Var hún meðal annars gagnrýnd fyrir að vera eins konar trúarlegur heimsvaldasinni, þar sem áköf andstaða hennar við getnaðarvarnir og fóstureyðingar þótti ganga þvert á hagsmuni þess samfélags sem hún sagðist þjóna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka